Virkir vegfarendur

Skipulag vistvænnar byggðar helst í hendur við vistvænar samgöngur. Gangandi og hjólandi vegfarendur, eða virka vegfarendur, þarf að setja í forgang á kostnað einkabílsins – sérstaklega þegar um styttri vegalengdir er að ræða. Hér að neðan má finna áhugaverða tölfræði um virka vegfarendur.

Umferð gangandi og hjólandi í borginni

Reykjavíkurborg hefur sett upp umferðarteljara víðs vegar um borgarlandið sem í gær töldu 31.073 gangandi vegfarendur og 3.578 hjólandi. Kortið sýnir alla 26 teljara í borginni sem staðsettir eru í átta borgarhlutum. Engir teljarar eru í Árbæ eða Grafarholti og Úlfarsárdal en í Laugardal eru flestir teljarar eða 8 talsins.


Gangandi umferð

Undanfarna sjö daga var gengið alls 277.258 sinnum fram hjá teljurum borgarinnar.

Hvar eru flestir gangandi vegfarendur?

Hér má sjá þá fimm teljara sem flest fóru gangandi fram hjá síðastliðna sjö daga ásamt fjöldanum sem gekk fram hjá hverjum og einum þeirra. Það kemur ef til vill ekki á óvart að mikill meirihluti gangandi umferðar skýrist af vegfarendum á Laugaveginum.

Fimm vinsælustu teljarar síðastliðinnar viku

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar

Labbað á Laugavegi

Þegar gangandi umferð á Laugavegi er skoðuð nánar kemur í ljós að síðastliðna 12 mánuði hafa að meðaltali 14.686 manns gengið fram hjá teljaranum á Laugavegi 22 á dag. Myndin sýnir heildarfjölda gangandi vegfarenda á Laugavegi á tímabilinu.

Fjöldi gangandi vegfarenda síðastliðna 12 mánuði

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Þegar gangandi umferð á Laugavegi er skoðuð eftir tíma dags og vikudögum má sjá að flestir vegfarendur eru á ferli seinni partinn og fjöldinn nær hámarki á kvöldin um helgar.

Meðalfjöldi gangandi eftir vikudegi og tíma dags

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Á myndinni má sjá þær fimm dagsetningar þegar flest gengu um Laugaveginn síðastliðna 12 mánuði. Yfirleitt hefur eitthvað sérstakt verið um að vera, svo sem Gleðigangan, Þorláksmessa og 17. júní – en ekki síst Menningarnótt, þegar gengið var fram hjá teljaranum 64.207 sinnum! 

Fjöldi gangandi eftir dagsetningu undanfarið ár

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Hjólandi umferð

Síðastliðna sjö daga var hjólað alls 31.224 sinnum fram hjá teljurum borgarinnar.

Hvar hjóla flest?

Hér má sjá þá fimm teljara sem flest hjóluðu fram hjá síðastliðna sjö daga, ásamt fjölda sem hjólaði fram hjá teljurum á hverjum stað.

Fimm vinsælustu teljarar síðastliðinnar viku

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Niðrá strönd

Teljarinn við Nauthólsvík er, að undanskildum teljara við Laugaveg, sá teljari sem oftast er hjólað framhjá að jafnaði. Þegar hjólaferðir eru skoðaðar eftir dögum síðastliðna 12 mánuði kemur í ljós að flest hjóluðu fram hjá teljaranum í Nauthólsvík þann 7. ágúst 2024, þegar 1.649 hjólaferðir voru taldar. Það er ekki að undra að mesta hjólaumferðin í Nauthólsvík sé yfir sumartímann, enda Ylströndin geysivinsæll áfangastaður á þeim tíma.

Fjöldi hjólandi í Nauthólsvík undanfarið ár

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar

Lagning hjólastíga

Árið 1998 var samanlögð vegalengd allra hjólastíga í borginni aðeins 83 metrar. Mikil uppbygging hefur átt sér stað síðan þá og nú er þessi vegalengd orðin 214.281 metri! Myndin sýnir uppsafnaða lengd hjólastíga og blandaðra stíga (göngu- og hjólastíga) á ári frá 1998. Með hverju árinu sem líður lengjast stígarnir, sem er ótvírætt jákvæð þróun fyrir vistvæna byggð.

Heildarlengd hjólastíga eftir ári

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Hvenær er fólk á ferðinni?

Gögnin úr göngu- og hjólateljurum eftir vikudögum og tímasetningum sýna nokkuð ólík mynstur fyrir gangandi og hjólandi umferð. Rekja má hjólandi umferð í borginni að miklu leyti til ferða borgarbúa til og frá vinnu en gangandi umferð skiptist jafnar yfir vikuna og tíma dags.

Umferð eftir vikudögum

Myndin sýnir meðalfjölda gangandi og hjólandi vegfarenda eftir vikudögum undanfarnar fjórar vikur, að undanskilinni umferð á Laugavegi. Hjólandi umferð var meiri á virkum dögum en um helgar og að jafnaði mest á þriðjudögum en minnst á sunnudögum. Gangandi umferð dreifðist jafnar yfir vikuna og var mest á föstudögum en minnst á sunnudögum.

Meðalfjöldi gangandi og hjólandi síðustu 4 vikur

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar

Umferð eftir tíma dags

Á myndinni má sjá meðalfjölda gangandi og hjólandi vegfarenda eftir tíma dags undanfarna viku, að undanskilinni umferð um Laugaveg. Hér sjást tveir skýrir toppar í hjólandi umferð, annars vegar um áttaleytið á morgnana og hins vegar um fjögurleytið seinni partinn. Fjöldi gangandi vegfarenda fer hins vegar vaxandi eftir því sem líður á daginn og minnkar svo aftur á kvöldin.

Meðalfjöldi gangandi og hjólandi eftir tíma dags

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar