Fjármál borgarinnar

Í sinni einföldustu mynd skiptast fjármál borgarinnar í A-hluta og B-hluta. Til A-hlutans telst almennur rekstur borgarinnar og skiptist hann í Aðalsjóð og Eignasjóð. Starfsemi A-hlutans er fjármögnuð með skatttekjum að hluta til eða öllu leyti. Í B-hluta eru fyrirtæki sem borgin á að hluta til eða öllu leyti. Þau eru rekin sem sjálfstæðar einingar og eru til dæmis Orkuveita Reykjavíkur, Sorpa, Strætó og fleira.

Tekjur milli ára

Tekjur Aðalsjóðs árið 2023 voru um 178 milljarðar króna, sem eru um 1,2 milljón krónur á hvern borgarbúa. Heildartekjur borgarinnar hafa aukist nokkuð reglulega undanfarin ár – 2020 jukust tekjur um 4% frá fyrra ári, 2021 jukust þær um 8%, 2022 um 10% og 2023 um tæp 15%.

Þróun tekna Aðalsjóðs

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Tekjur eftir málaflokkum

Stærsti hluti tekna Aðalsjóðs er í formi skatta, eða um 85%. Þar vega útsvar og fasteignaskattur þyngst og eru um 77% af heildartekjum Aðalsjóðs.

Skipting tekna eftir tegund

Skipting tekna í Aðalsjóði eftir því hvaða þær koma.

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Útgjöld Aðalsjóðs

Aðalsjóður sér um að fjármagna mest af þjónustu við íbúa borgarinnar. Undir það fellur til að mynda rekstur grunnskóla, leikskóla, frístunda- og íþróttamála, velferðarmála, skipulags- og byggingarmála auk menningar- og ferðamála.


Gjöld milli ára

Heildarútgjöld Aðalsjóðs árið 2023 voru um 195 milljarðar króna, sem eru um 1,3 milljónir króna á hvern borgarbúa. Líkt og tekjurnar hafa útgjöld Aðalsjóðs aukist síðustu ár – 2020 jukust gjöld um 11% frá fyrra ári, 2021 jukust þau um 8%, 2022 um 15% og 2023 um 6%.

Þróun gjalda Aðalsjóðs

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Kostnaður eftir málaflokkum

Launakostnaður er stærsti útgjaldaliður Aðalsjóðs, en 51% heildarútgjalda eru laun og launakostnaður. Þar á eftir kemur ýmis konar þjónustukostnaður, sem er um 28% af heildarútgjöldum borgarinnar. Þessir tveir liðir eru því samtals um 79% af heildargjöldum Aðalsjóðs. Þetta er rökrétt þar sem stærsti hluti fjármagnsins fer í að reka mikilvæga og lögbundna þjónustu á borð við leikskóla, grunnskóla og frístund og velferðarþjónustu, sem eru tvær stærstu skipulagseiningar borgarinnar.

Skipting gjalda eftir tegund

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Ítarefni

Viltu vita meira um opin fjármál eða aðra starfsemi borgarinnar? Í Gagnagáttinni getur þú flett upp í opnum gagnasöfnum borgarinnar og hlaðið þeim niður.