Fjárhagsaðstoð

Fjárhagsaðstoð er fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem ekki geta séð sér og sínum farborða. Aðstoðin er oftast í formi styrks en stundum í formi láns, eins og þegar brúa þarf bil á meðan beðið er eftir greiðslu úr öðru kerfi, til dæmis frá Tryggingastofnun. Markmið fjárhagsaðstoðar er að styðja fólk til sjálfshjálpar og stuðla að því að það geti framfleytt sér.

 

Hvað er fjárhagsaðstoð?

Fjárhagsaðstoð getur verið tvenns konar. Annars vegar fjárhagsaðstoð til framfærslu og hins vegar svokallaðar heimildargreiðslur. Heimildargreiðslur eru vegna sérstakra aðstæðna sem upp koma hjá einstaklingum eða fjölskyldum, til dæmis vegna óvæntra útgjalda er lúta að tannlækningum, sérfræðiaðstoð, útfarkostnaði, húsnæðiskostnaði eða kostnaði sem lítur sérstaklega að börnum.


Fjárhagsaðstoð til framfærslu

Á árunum eftir efnahagshrunið á Íslandi þurfti margt fólk að reiða sig á fjárhagsaðstoð. Um nokkurra ára skeið fengu þannig meira en þrjú þúsund einstaklingar með lögheimili í Reykjavík fjárhagsaðstoð til framfærslu. Þeim fór svo fækkandi en hefur fjölgað á ný undanfarin ár, einkum vegna fjölgunar flóttafólks. Þar sem flóttafólk hefur ekki áunnið sér réttindi í almannatryggingakerfinu er fjárhagsaðstoð oft eina leiðin sem því stendur til boða, áður en það fær vinnu. Myndin sýnir fjölda þeirra sem fengu fjárhagsaðstoð til framfærslu í að minnsta kosti einn mánuð á árunum 2011 til 2023 sem og fjöldann sem fengu fjárhagsaðstoð til og með apríl ár hvert.

Fjöldi sem fékk fjárhagsaðstoð til framfærslu eftir árum

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Fjárhagsaðstoð á krefjandi tímum

Þessi mynd sýnir fjölda notenda sem hefur fengið greidda hvers kyns fjárhagsaðstoð það sem af er ári, borið saman við sama tímabil síðustu ár. Myndin sýnir glöggt hvernig samfélagslegir atburðir hafa áhrif á fjölda þeirra sem fá fjárhagsaðstoð, en heimsfaraldur og verðbólga í kjölfarið hafa sett svip sinn á samfélagið allt.

Fjöldi sem fékk fjárhagsaðstoð eftir mánuðum

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Aukning í umsóknum um fjárhagsaðstoð

Þessi mynd sýnir fjölda nýrra notenda sem hafa fengið greidda fjárhagsaðstoð í hverjum mánuði, frá janúar 2020 þar til í dag. Nýr notandi telst vera einstaklingur sem hefur ekki fengið fjárhagsaðstoð 6 mánuði á undan. Aftur sést hér skýrt hvernig samfélagslegir atburðir hafa áhrif á fjölda þeirra sem fá fjárhagsaðstoð.

Fjöldi nýrra notenda fjárhagsaðstoðar eftir mánuði

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Hvaða fólk á rétt á fjárhagsaðstoð?

Fjárhagsaðstoð kemur til þegar einstaklingar eiga ekki rétt á greiðslum úr öðrum kerfum, til dæmis þegar réttur til atvinnuleysisbóta er fullnýttur, eða þegar beðið er staðfestingar á örorku.


Karlar í meirihluta þeirra sem fá fjárhagsaðstoð

Myndirnar fyrir neðan sýna að karlar eru í meirihluta þeirra sem fá fjárhagsaðstoð en þannig hefur það verið  um langt skeið. Á árunum 2017 til 2021 voru að jafnaði um 60% notenda fjárhagsaðstoðar karlar og 40% konur. Á árinu 2022 dróst saman með kynjunum, vegna fjölgunar flóttakvenna í hópnum. Hlutföllin eru nú líkari því sem var á árunum 2011 til 2016. 

Fjöldi kvenna og karla sem fengu fjárhagsaðstoð á ári

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Hlutfall karla og kvenna sem fengu fjárhagsaðstoð til framfærslu

Árið 2021 fengu 898 konur fjárhagsaðstoð, sem gerir 36,9% af þeim sem að fengu fjárhagsaðstoð. vs. Árið 2021 fengu 1535 karlar fjárhagsaðstoð, sem gerir 63,1% af þeim sem að fengu fjárhagsaðstoð.

Hlutfall kvenna og karla sem fengu fjárhagsaðstoð

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Hvaða aldurshópar fá fjárhagsaðstoð til framfærslu?

Langflest þeirra sem fá fjárhagsaðstoð til framfærslu er fólk á miðjum aldri. Þannig eru 67% fólks sem fær fjárhagsaðstoð til framfærslu á aldrinum 25–49 ára. 18% notenda fjárhagsaðstoðar til framfærslu eru 18–24 ára. Innan Reykjavíkurborgar er unnið hörðum höndum að því að styðja sérstaklega þann hóp og aðstoða einstaklinga við að komast í aukna virkni. 

Fjöldi sem fékk fjárhagsaðstoð til framfærslu eftir aldri

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Flest sem fá fjárhagsaðstoð einhleyp

Um 70% þeirra sem fá fjárhagsaðstoð eru einhleypir einstaklingar. Þar eru karlmenn í meirihluta. Einhleypir foreldrar eru 17% hópsins. 

Fjöldi sem fékk fjárhagsaðstoð til framfærslu eftir fjölskyldugerð árið 2022

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Fjöldi sem fékk fjárhagsaðstoð til framfærslu eftir fjölskyldugerð og ári

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Notendum með erlent ríkisfang hefur fjölgað

Líkt og sjá má á myndinni fækkaði einstaklingum sem fá fjárhagsaðstoð til framfærslu umtalsvert á árunum 2013 til 2017, sérstaklega einstaklingum með íslenskt ríkisfang. Fjöldi fólks með íslenskt ríkisfang hefur staðið í stað undanfarin fimm ár en á sama tíma hefur einstaklingum með erlent ríkisfang sem fá fjárhagsaðstoð fjölgað til muna. Langstærstur hluti fólks með erlent ríkisfang sem fær fjárhagsaðstoð er nú flóttafólk, eða rúm 70%. Árið 2022 voru einstaklingar með íslenskt ríkisfang 40% þeirra sem fengu fjárhagsaðstoð en einstaklingar með erlent ríkisfang 60%. Hlutföllin voru 80% á móti 20% árið 2017. Vert er að taka fram að ríkið endurgreiðir Reykjavíkurborg fjárhagsaðstoð fólks með erlent ríkisfang fyrstu tvö árin. 

Fjöldi sem fékk fjárhagsaðstoð til framfærslu eftir ríkisfangi og ári

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Atvinnustaða fólks sem fær fjárhagsaðstoð

Á árunum 2011–2015 voru flest þeirra sem fengu fjárhagsaðstoð atvinnulaus. Þá kom stór hópur fólks af atvinnuleysisskrá sem hafði klárað sinn bótarétt. Atvinnulausu fólki með fjárhagsaðstoð fækkaði svo umtalsvert, þar til því fór fjölgandi á ný árið 2020, sem voru annars vegar áhrif vegna Covid-19 og hins vegar vegna fjölgunar flóttafólks. Flóttafólk sem er atvinnulaust fær fjárhagsaðstoð, þar sem það hefur ekki áunnið sér atvinnuleysisbótarétt. Á myndinni má sjá skiptingu eftir atvinnustöðu, en undir Annað falla meðal annars einstaklingar sem eru í launaðri vinnu eða fæðingarorlofi, öryrkjar og ellilífeyrisþegar.

Fjöldi sem fékk fjárhagsaðstoð eftir atvinnustöðu og ári

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Hvað kostar fjárhagsaðstoð?

Eftir því sem fólki sem fær fjárhagsaðstoð fjölgar eykst kostnaðurinn vegna hennar. Á myndinni má sjá heildarfjárhæðir sem greiddar hafa verið vegna fjárhagsaðstoðar á undanförnum árum. 


Kostnaður á ári

Myndin sýnir heildarkostnað vegna fjárhagsaðstoðar til framfærslu á ári. Einnig má sjá kostnaðinn fyrir fjárhagsaðstoð til og með apríl ár hvert.

Kostnaður vegna fjárhagsaðstoðar ár hvert, í milljónum króna

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Endurgreiðslur frá ríkissjóði

Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna fjárhagsaðstoðar hefur haldist nokkuð stöðugur á undanförnum árum þó að heildarkostnaður hafi aukist. Það skýrist af því að ríkið endurgreiðir Reykjavíkurborg fjárhagsaðstoð fólks með erlent ríkisfang fyrstu tvö árin. Fjölgun fólks sem fær fjárhagsaðstoð hefur að undanförnum árum skýrst að miklu leyti af fjölgun fólks með erlent ríkisfang. 

Heildarkostnaður vegna fjárhagsaðstoðar og endurgreiðsla frá ríkissjóði, í milljónum króna

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar

Ítarefni

Viltu vita meira um fjárhagsaðstoð eða aðra starfsemi borgarinnar? Í Gagnagáttinni getur þú flett upp í opnum gagnasöfnum borgarinnar og hlaðið þeim niður.