Tónlistarnám

Fjölbreytt og skapandi tónlistarnám fyrir börn og unglinga er í boði í öllum hverfum borgarinnar. Í Reykjavík eru starfræktar fjórar skólahljómsveitir auk þess sem borgin er í samstarfi við fjölda tónlistarskóla.
Skólahljómsveitir
Í skólahljómsveitum er kennt á öll helstu málm- og tréblásturshljóðfærin auk slagverkshljóðfæra. Þar læra börn og unglingar að koma fram, greina og skapa tónlist en einnig að hlusta á tónlist og njóta hennar. Þá gegna skólahljómsveitir lykilhlutverki í því að jafna tækifæri nemenda til tónlistarnáms og efla félagsleg samskipti.
Aukin aðsókn í skólahljómsveitir
Hér má sjá þróun nemendafjölda í skólahljómsveitum á árunum 2015-2024. Aðsókn í sveitirnar hefur aukist talsvert á því tímabili og hefur nemendum fjölgað úr 454 nemendum árið 2015 í 544 nemendur árið 2024.
Nemendafjöldi í skólahljómsveitum í Reykjavík
Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar
Grunnnám fjölmennasta námsstigið
Námsstig skólahljómsveitanna eru þrjú – grunn-, mið- og framhaldsstig. Þetta stöplarit sýnir nemendafjölda í skólahljómsveitum Reykjavíkur á árunum 2015-2024 og sést þar að grunnnámið er langfjölmennasta námsstigið.
Nemendafjöldi eftir námsstigi
Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar
Tónlistarskólar
Árið 2024 voru 19 tónlistarskólar starfræktir í Reykjavík. Þar er boðið upp á fjölbreytt nám í bæði hljóðfæraleik og söng og ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hægt er að nýta frístundakortið til þess að greiða niður nám í tónlistarskóla.
Nemendafjöldi eftir námstigum
Nemendafjöldi í tónlistarskólum hefur haldist svipaður á milli ára. Hér má sjá þróun nemendafjölda í tónlistarskólum Reykjavíkur á árunum 2015-2024. Grunnnám er lang fjölmennasta námsstigið, þar á eftir kemur fornám.
Línuritið hér að neðan sýnir þróun á nemendafjölda í tónlistarskólum Reykjavíkur á árunum 2015-2024 eftir tegund tónlistarnáms. Grunnnám er lang fjölmennasta námsstigið, þar á eftir kemur fornám.
Nemendafjöldi eftir tegund tónlistarnáms
Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar
fjölmennastur
Eftirfarandi mynd sýnir nemendafjölda í tónlistarskólum borgarinnar árið 2024. er langfjölmennasti tónlistarskólinn í Reykjavík með nemendur. Næsti skóli á eftir, , er með rúmlega helmingi færri nemendur eða .
Nemendafjöldi eftir tónlistarskólum
Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar
Ítarefni
Viltu vita meira um tónlistarskóla eða aðra starfsemi borgarinnar? Í Gagnagáttinni getur þú flett upp í opnum gagnasöfnum borgarinnar og hlaðið þeim niður.
Aðrir málaflokkar
- Skólaþjónusta Hvernig nýtist skólaþjónustan?
- Mjúk umferð Hvað eru mörg á vappi í borginni?
- Vetrarþjónusta Hvenær eru götur borgarinnar ruddar?
- Miðborgin okkar Hvernig er skipulag Miðborgarinnar?
- Hverfið mitt Hvernig er íbúalýðræði framkvæmt í Reykjavík?
- Reykjavik.is Hver er vinsælasta undirsíða reykjavik.is?
- Rusl í Reykjavík Hversu dugleg erum við að flokka úrgang?
- Kynin í borginni Hvernig skiptast kynin í borginni?
- Grunnskólar Hversu mörg börn sækja grunnskóla í Reykjavík?
- Leikskólar Hver er þróun biðlista í leikskólana?
- Frístundaheimili Hver eru ásóknin í frístundaheimili borgarinnar?
- Fjárhagsaðstoð Hvað fá mörg fjárhagsaðstoð í Reykjavík?
- Opin fjármál Hver er munurinn á Aðalsjóði og Eignasjóði?
- Sjálfbærnivísar Hvernig bætum við lífsgæði íbúa?
- Sundlaugar Hvenær er best að fara í sund?
- Borgarstjórnarkosningar Hvað kusu mörg í síðustu kosningum?
- Hverfin í borginni Hvað er fjölmennasta hverfið?