Reykjavik.is

Reykjavik.is er aðalvefur borgarinnar og hefur það markmið að veita alhliða stafræna þjónustu og vera upplýsingavefur allra borgarbúa. Mikilvægt er að efni vefsins sé áreiðanlegt og standist gæðakröfur, aðgengisstöðlum sé fylgt og uppsetning vefsins tryggi að efni skori hátt í leitarvélum, sem eru helsta leið notenda að upplýsingum.

Vikuleg notkun

Í vikunni sem leið var reykjavik.is heimsótt 61.152 sinnum og síðuflettingar voru alls 129.928. Eins og sjá má á myndinni hér að neðan er vefurinn jafnan skoðaður oftar á virkum dögum en um helgar eða á almennum frídögum.

Fjöldi heimsókna og flettinga á dag undanfarna viku

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar

Hvaða síða er vinsælust á vefnum?

Myndin sýnir tíu vinsælustu undirsíður reykjavik.is ásamt fjölda síðuflettinga síðastliðna viku. Síðuflettingar á forsíðu reykjavik.is voru 12.546 sem var um 10% af heildarfjölda síðuflettinga á vefnum. Það kemur kannski lítið á óvart að síðan laus störf sé vinsælasta undirsíða vefsins enda um að ræða stærsta vinnustað landsins.

Tíu vinsælustu undirsíður vefsins undanfarna viku

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar

Leitarorð liðinnar viku

Á efnismiklum vef eins og reykjavik.is er leit ein mikilvægasta leið notenda að efni. Leitarorð gefa bæði mynd af því efni sem er almennt mest skoðað á vefnum en eru einnig mælikvarði á það sem helst brennur á notendum í hverri viku. Síðastliðna viku var leitað 1.974 sinnum á vefnum og 875 orð voru notuð til leitar.

Tíu algengustu leitarorð liðinnar viku

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar

Gæði, aðgengi og leitarvélabestun

Hér má sjá mælingar á aðgengi, gæðum efnis og leitarvélarbestun fyrir reykjavik.is og þau markmið sem hafa verið sett fyrir gildi þessara mælinga. Fyrir neðan myndina má svo finna nánari útskýringu á hugtökunum.

Aðgengi, gæði efnis og leitarvélarbestun - raungildi og markmið

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar

Aðgengi snýst um að tryggja að öll hafi greiðan aðgang að vefnum og efni hans, óháð fötlun eða öðru sem hefur áhrif á möguleika fólks til þess að nýta sér vefinn. Meiri upplýsingar um aðgengi

Gæði efnis er mælt út frá fjölmörgum þáttum, til dæmis að tenglar séu virkir, stafsetningarvillur í lágmarki, setningar ekki of langar og efni sé uppfært reglulega.  

Leitarvélabestun felur í sér að efni vefsins og uppsetning hans styðji við kröfur og viðmið helstu leitarvéla og þar með tryggt að efnið finnist með auðveldum hætti, svo sem í gegnum Google.   

Fjöldi heimsókna eftir löndum

Heildarfjöldi heimsókna á reykjavik.is frá Íslandi var 43.934 síðastliðna viku sem er um 72% af öllum heimsóknum vikunnar. Á myndinni má sjá fjölda heimsókna á reykjavik.is frá þeim tíu löndum sem flestar heimsóknir bárust frá, fyrir utan Ísland. Óvenju hátt hlutfall heimsókna frá Bandaríkjunum má að hluta skýra með því að þar eru staðsettir netþjónar sem hýsa ýmsar VPN þjónustur og þjarka sem búa til eins konar gerviumferð.

Fjöldi heimsókna síðastliðna viku frá topp 10 löndum utan Íslands

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar

Vefurinn í tölvum og símum

Myndin sýnir fjölda heimsókna eftir tegund tækis sem notað var til að heimsækja reykjavik.is. Lítill munur var á fjölda heimsókna í tölvu og síma og vefurinn var sjaldnast skoðaður í spjaldtölvum.

Fjöldi heimsókna undanfarna viku eftir tegund tækis

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar

Uppruni gagna

Gögnin sem hér birtast eru lesin sjálfvirkt og unnin upp úr gæðastýringartólinu Siteimprove, sem notað er hjá Reykjavíkurborg.