Hverfin í borginni

Reykjavík er fjölmennasta bæjarfélag landsins með 141687 íbúa. Borginni er skipt í tíu hverfi – Árbæ, Breiðholt, Grafarholt-Úlfarsárdal, Grafarvog, Háaleiti-Bústaði, Hlíðar, Kjalarnes, Laugardal, Miðborg og Vesturbæ. Hverfin eru nokkuð ólík hvað varðar stærð, íbúafjölda og íbúðarsamsetningu og því áhugavert að bera þau saman.Kjalarnes sker sig úr

Byrjum á því að kíkja aðeins á Kjalarnes, sem sker sig talsvert úr á meðal hverfa borgarinnar. Kjalarnes er til dæmis bæði langstærsta og langfámennasta hverfið, en á rúmlega 143,86 ferkílómetra landi hverfisins búa aðeins 1.051 íbúar. Næststærsta hverfið er Árbær og þar á eftir Grafarholt-Úlfarsárdalur. Minnsta hverfið að flatarmáli eru Hlíðar, sem spannar 3,23 ferkílómetra.

Stærð hverfa í ferkílómetrum

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Hvað er fjölmennasta hverfið?

Fjölmennasta hverfi borgarinnar er Breiðholtið, en þar búa 22.902 íbúar. Þar á eftir koma Laugardalur og Grafarvogur sem eru nánast jöfn að stærð þegar kemur að íbúafjölda. Að undanskildu Kjalarnesinu búa fæstir í Grafarholti–Úlfarsárdal, eða 8.680 íbúar.

Íbúafjöldi eftir hverfum

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingarHvar eru flestar íbúðir?

Einhvers staðar þarf allt þetta fólk að búa, nánar tiltekið í einhverri af þeim 59608 íbúðum sem finna má í borginni. Að meðaltali búa því 2,4 íbúar í hverri íbúð borgarinnar. Flestar íbúðir eru í Laugardalnum, eða 8.423 íbúðir, en fæstar í Grafarholti-Úlfarsárdal og á Kjalarnesi. Með íbúðum er hér átt við allt íbúðarhúsnæði, en flestar íbúðirnar eru í fjölbýlishúsum og fæstar í raðhúsum.

Fjöldi íbúða eftir hverfum

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Hvar eru stærstu íbúðirnar?

Þrátt fyrir að Laugardalurinn og Vesturbærinn innihaldi flestar íbúðir, þá er heildarflatarmál íbúða mest í Breiðholti og Grafarvogi. Það er líka athyglisvert að sjá að þrátt fyrir að íbúðir á Kjalarnesi séu aðeins 277 talsins þá er heildarflatarmál íbúða þar 37.863 fermetrar.

Heildarflatarmál íbúða eftir hverfum

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Hvaða hverfi eru þéttbýlust?

Með því að skoða hlutfall landsvæðis sem fer undir húsnæði eftir hverfum er hægt að sjá hvaða svæði eru þéttbýlust. Á Kjalarnesi, í Grafarholti-Úlfarsárdal og í Árbæ er nokkuð lítið hlutfall landsvæðis nýtt undir húsnæði á meðan að rúmlega 50% landsvæðis í Miðborginni er nýtt undir húsnæði.

Hlutfall landsvæðis nýtt undir húsnæði eftir hverfum

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar

Hvað kostar öll þessi steypa?

Ljóst er að allt þetta húsnæði er ansi verðmætt. Heildarfasteignamat húsnæðis í borginni hljóðar upp á 5.312.296.041.000 krónur, eða rétt rúmlega 5000 milljarða króna. Það er á við fimmfalt verðmæti knattspyrnuliðsins Manchester United.

Heildarfasteignamat eftir hverfum

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Ítarefni

Viltu vita meira um hverfin í borginni? Í Gagnagáttinni getur þú flett upp í opnum gagnasöfnum borgarinnar og hlaðið þeim niður.