Hverfin í borginni

Reykjavík er fjölmennasta bæjarfélag landsins með 142.316 íbúa. Borginni er skipt í tíu hverfi sem eru nokkuð ólík hvað varðar stærð, íbúafjölda og íbúðasamsetningu. Því getur verið ansi áhugavert að bera hverfin saman.


Kjalarnes sker sig úr

Kjalarnes sker sig talsvert úr á meðal hverfa borgarinnar. Hverfið er bæði langstærsta og langfámennasta hverfið, en á rúmlega 143 ferkílómetra landi hverfisins búa aðeins 1.130 íbúar. Næststærsta hverfið er Árbær og þar á eftir Grafarholt-Úlfarsárdalur. Minnsta hverfið að flatarmáli eru Hlíðar, sem spannar um 3,2 ferkílómetra.

Stærð hverfa í ferkílómetrum

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar

Stærð í ferkílómetrum:

Flest búa í Breiðholti

Fjölmennasta hverfi borgarinnar er Breiðholt, en þar búa 22.991 íbúar. Að undanskildu Kjalarnesi er Grafarholt-Úlfarsárdalur fámennasta hverfið með 8.862 íbúa.

Íbúafjöldi eftir hverfum

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar

Íbúafjöldi:

Flestar íbúðir í Laugardal

Einhvers staðar þarf allt þetta fólk að búa, nánar tiltekið í einhverri af þeim 58.925 íbúðum sem finna má í borginni. Að meðaltali búa því 2,4 íbúar í hverri íbúð borgarinnar. Flestar íbúðir eru í Laugardal, eða 8.689 íbúðir, en fæstar á Kjalarnesi þar sem eru 285 íbúðir. Með íbúðum er hér átt við allt íbúðarhúsnæði, en flestar íbúðirnar eru í fjölbýlishúsum og fæstar í raðhúsum.

Fjöldi íbúða eftir hverfum

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar

Heildarfjöldi íbúða:

Þétt mega sáttir búa

Með því að skoða íbúafjölda á hvern ferkílómetra eftir hverfum er hægt að sjá hvaða svæði eru þéttbýlust. Vesturbær er þéttbýlasta hverfið með 5.075 íbúa á hvern ferkílómetra en á Kjalarnesi búa einungis um 8 íbúar á hverjum ferkílómetra. Fyrir utan Kjalarnes er Grafarholt-Úlfarsárdalur strjálbýlasta hverfið með 388 íbúa á hvern ferkílómetra.

Fjöldi íbúa á hvern ferkílómetra eftir hverfum

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar

Fjöldi íbúa á ferkílómetra:

Hvar eru stærstu íbúðirnar?

Að jafnaði eru íbúðir stærstar á Kjalarnesi eða um 140 fermetrar að meðaltali. Íbúðirnar eru minnstar í Miðborg þar sem þær eru að meðaltali 90 fermetrar að stærð.

Meðalstærð íbúða eftir hverfum

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar

Meðalstærð í fermetrum:

Hvað kostar öll þessi steypa?

Ljóst er að allt þetta húsnæði er ansi verðmætt. Heildarfasteignamat húsnæðis í borginni hljóðar upp á 5.172.936.911.000 krónur, eða rúmlega 5.000 milljarða króna. Það er á við fimmfalt verðmæti knattspyrnuliðsins Manchester United.

Heildarfasteignamat eftir hverfum

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar

Fasteignamat í milljörðum króna:

Ítarefni

Viltu vita meira um hverfin í borginni? Í Gagnagáttinni getur þú flett upp í opnum gagnasöfnum borgarinnar og hlaðið þeim niður.