Hverfin í borginni
Reykjavík er fjölmennasta bæjarfélag landsins með 145.735 íbúa. Borginni er skipt í tíu hverfi – Árbæ, Breiðholt, Grafarholt-Úlfarsárdal, Grafarvog, Háaleiti-Bústaði, Hlíðar, Kjalarnes, Laugardal, Miðborg og Vesturbæ. Hverfin eru nokkuð ólík hvað varðar stærð, íbúafjölda og íbúðarsamsetningu og því áhugavert að bera þau saman.
Kjalarnes sker sig úr
Byrjum á því að kíkja aðeins á Kjalarnes, sem sker sig talsvert úr á meðal hverfa borgarinnar. Kjalarnes er til dæmis bæði langstærsta og langfámennasta hverfið, en á rúmlega 143 ferkílómetra landi hverfisins búa aðeins 1.151 íbúar. Næststærsta hverfið er Árbær og þar á eftir Grafarholt-Úlfarsárdalur. Minnsta hverfið að flatarmáli eru Hlíðar, sem spannar um 3,2 ferkílómetra.
Stærð hverfa í ferkílómetrum
Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar
Hvað er fjölmennasta hverfið?
Fjölmennasta hverfi borgarinnar er Breiðholt, en þar búa 22.778 íbúar. Að undanskildu Kjalarnesinu er Grafarholt-Úlfarsárdalur fámennasta hverfið, með 8.678 íbúa.
Íbúafjöldi eftir hverfum
Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar
Hvar eru flestar íbúðir?
Einhvers staðar þarf allt þetta fólk að búa, nánar tiltekið í einhverri af þeim 59.598 íbúðum sem finna má í borginni. Að meðaltali búa því 2,4 íbúar í hverri íbúð borgarinnar. Flestar íbúðir eru í Laugardal, eða 8.559 íbúðir, en fæstar á Kjalarnesi þar sem eru 277 íbúðir. Með íbúðum er hér átt við allt íbúðarhúsnæði, en flestar íbúðirnar eru í fjölbýlishúsum og fæstar í raðhúsum.
Fjöldi íbúða eftir hverfum
Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar
Hvaða hverfi eru þéttbýlust?
Með því að skoða hlutfall landsvæðis sem fer undir húsnæði eftir hverfum er hægt að sjá hvaða svæði eru þéttbýlust. Á Kjalarnesi, í Grafarholti-Úlfarsárdal og í Árbæ er nokkuð lítið hlutfall landsvæðis nýtt undir húsnæði á meðan að rúmlega 50% landsvæðis í Miðborginni er nýtt undir húsnæði.
Hlutfall landsvæðis nýtt undir húsnæði eftir hverfum
Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar
Hvað kostar öll þessi steypa?
Ljóst er að allt þetta húsnæði er ansi verðmætt. Heildarfasteignamat húsnæðis í borginni hljóðar upp á 5.359.867.639 krónur, eða rúmlega 5.000 milljarða króna.
Heildarfasteignamat eftir hverfum
Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar
Ítarefni
Viltu vita meira um hverfin í borginni? Í Gagnagáttinni getur þú flett upp í opnum gagnasöfnum borgarinnar og hlaðið þeim niður.
Aðrir málaflokkar
- Rusl í Reykjavík Hversu dugleg erum við að flokka úrgang?
- Kynin í borginni Hvernig skiptast kynin í borginni?
- Grunnskólar Hversu mörg börn sækja grunnskóla í Reykjavík?
- Leikskólar Hver er þróun biðlista í leikskólana?
- Frístundaheimili Hver eru ásóknin í frístundaheimili borgarinnar?
- Fjárhagsaðstoð Hvað fá margir fjárhagsaðstoð í Reykjavík?
- Opin fjármál Hver er munurinn á Aðalsjóði og Eignasjóði?
- Sjálfbærnivísar Hvernig bætum við lífsgæði íbúa?
- Sundlaugar Hvenær er best að fara í sund?
- Borgarstjórnarkosningar Hvað kusu mörg í síðustu kosningum?
- Reykjavik.is Hver er vinsælasta undirsíða reykjavik.is?