Kynin í borginni
Jafnrétti og mannréttindi eru höfð að leiðarljósi í öllu starfi borgarinnar.
Söfnun og greining upplýsinga um stöðu kynjanna og annarra hópa samfélagins er hornsteinn markviss jafnréttisstarfs. Kyngreind tölfræði hjálpar okkur að varpa ljósi á ólíka stöðu og mismunandi þarfir fólks en ekki síður við að koma auga á áskoranir og tækifæri.
Lög um kynrænt sjálfræði gera fólki kleift að hafa kynskráningu sína hlutlausa. Þau tóku gildi árið 2019 svo að í sumum tilfellum eru ekki til gögn fyrir kvár.
Aldursskipting Reykvíkinga eftir kyni
Íbúar Reykjavíkurborgar eru 136.894 talsins. Þar af eru 67.156 konur, 69.653 karlar og 85 kvár.
Kynjaskipting er nokkuð jöfn meðal íbúa í flestum aldursflokkum, með tveimur undantekningum. Af þeim borgarbúum sem eru 70 ára og eldri eru um 54% konur, en konur lifa að jafnaði lengur en karlar. Þá eru fleiri karlar en konur á aldrinum 30 - 39 ára en það má að mestu leyti skýra með því að karlar eru í meirihluta íbúa með erlendan ríkisborgararétt á þessum aldri.
Íbúafjöldi eftir aldri og kyni árið 2024
Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar
Kynjaskipting eftir borgarhlutum
Kynjaskipting er nokkuð jöfn í flestum borgarhlutum Reykjavíkur en karlar eru í meirihluta borgarbúa sem búa á Kjalarnesi og eru óstaðsettir.
Hlutfallsleg kynjaskipting eftir borgarhlutum árið 2023
Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar
Brautskráðir nemendur eftir skólastigi og kyni
Af þeim borgarbúum sem útskrifuðust úr háskólanámi skólaárið 2021-2022 voru konur í meirihluta. Karlar voru hins vegar í meirihluta þeirra sem luku námi á viðbótarstigi og doktorsstigi.
Kynjahlutföll brautskráðra nemenda eftir skólastigi skólaárið 2021-2022
Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar
Fleiri konur stunda háskólanám en karlar
Skólasókn kvenna í háskóla var meiri en skólasókn karla í öllum aldursflokkum árið 2023. Munurinn á skólasókn milli kynja var minnstur hjá 19 ára og yngri en mestur hjá 22 ára þar sem skólasókn kvenna var töluvert meiri en karla á þessum aldri.
Skólasókn háskólanema með lögheimili í Reykjavík árið 2023
Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar
Hverjar eru tekjur kynjanna?
Á myndinni má sjá miðgildi heildar- og atvinnutekna á ársgrundvelli fyrir árið 2023 eftir kyni. Miðgildi bæði heildar- og atvinnutekna var hærra hjá körlum en konum.
Miðgildi heildar- og atvinnutekna í milljónum króna fyrir árið 2023
Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar
Staðgreiðsluskyldar greiðslur eftir kyni
Meðaltal staðgreiðsluskyldra greiðslna íbúa borgarinnar í ágúst 2024 sýndi að karlar fengu að jafnaði hærri mánaðarlegar greiðslur en konur í öllum flokkum. Munurinn var hlutfallslega mestur fyrir lífeyrisgreiðslur en minnstur fyrir atvinnuleysisgreiðslur.
Meðaltal staðgreiðsluskyldra greiðslna eftir kyni í ágúst 2024
Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar
Kynjaskipting greiðsluþega eftir tegund greiðslu
Í ágúst 2024 þáðu fleiri karlar fjárhagsaðstoð og atvinnuleysisgreiðslur en konur, en þær voru í meirihluta greiðsluþega fæðingarorlofs- og lífeyrisgreiðslna, bóta og annarra staðgreiðsluskyldra greiðslna.
Kynjaskipting greiðsluþega eftir tegund greiðslu í ágúst 2024
Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar
Kjörsókn eftir kyni
Á myndinni má sjá kjörsókn eftir kyni í síðastliðnum fimm borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Kjörsókn er það hlutfall kjósenda á kjörskrá sem kýs í kosningum. Í kosningum 2006-2018 var lítill sem enginn munur á kjörsókn kynjanna en árið 2022 var kjörsókn kvenna nokkuð meiri en kjörsókn karla og kvára. Fyrstu kosningarnar þar sem til eru tölur um kjörsókn kynsegin fólks eru frá árinu 2022.
Kjörsókn eftir kyni síðustu fimm borgarstjórnarkosningar
Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar
Ítarefni
Þessi gagnasaga byggir á gögnum frá Hagstofu Íslands. Upplýsingarnar í gagnasögunni uppfærast samhliða uppfærslum á tölum Hagstofunnar.
Aðrir málaflokkar
- Rusl í Reykjavík Hversu dugleg erum við að flokka úrgang?
- Grunnskólar Hversu mörg börn sækja grunnskóla í Reykjavík?
- Leikskólar Hver er þróun biðlista í leikskólana?
- Frístundaheimili Hver eru ásóknin í frístundaheimili borgarinnar?
- Fjárhagsaðstoð Hvað fá margir fjárhagsaðstoð í Reykjavík?
- Opin fjármál Hver er munurinn á Aðalsjóði og Eignasjóði?
- Sjálfbærnivísar Hvernig bætum við lífsgæði íbúa?
- Sundlaugar Hvenær er best að fara í sund?
- Borgarstjórnarkosningar Hvað kusu mörg í síðustu kosningum?
- Hverfin í borginni Hvað er fjölmennasta hverfið?
- Reykjavik.is Hver er vinsælasta undirsíða reykjavik.is?