Hverfið mitt
Hverfið mitt er samstarfsverkefni íbúa og borgarinnar. Þar gefst íbúum kostur á að hafa áhrif á sitt nánasta umhverfi með því að leggja fram tillögur að verkefnum í öllum hverfum Reykjavíkurborgar. Dæmi um hugmyndir sem hafa orðið að veruleika eru samverustað við Rauðavatn í Árbæ og Minigolfvöllur í Breiðholti.
Kosningaþátttaka eykst jafnt og þétt
Hverfið mitt hefur farið fram á hverju ári síðan 2012 en annað hvert ár síðan 2019. Kosningaþátttaka hefur aukist jafnt og þétt frá upphafi verkefnisins og náði hápunkti árið 2021 með 16.4% þátttöku. Í síðustu kosningum árið 2023 var þátttakan 12%.
Kosningaþátttaka eftir árum
Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar
Hvernig kjósa kynin?
Myndin hér að neðan sýnir kjörsókn eftir árum og kyni. Sjá má að konur hafa í gegnum árin verið í meirihluta kjósenda, fyrir utan árið 2021 þegar kvár voru í hlutfallslega miklum meirihluta.
Kjörsókn eftir árum og kyni
Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar
Fjöldi hugmynda sem voru kosnar í framkvæmd
Að meðaltali berast 877 hugmyndir í Hverfið mitt á hverju ári. Fjöldinn allur af háleitum hugmyndum hafa borist í gegnum árin en því miður hafa þær ekki allar verið framkvæmanlegar. Þar má nefna háskóla fyrir ketti sem dæmi. Fjöldi hugmynda sem berast hefur aukist jafnt og þétt frá byrjun verkefnisins og árið 2023 var hugmyndaríkasta ár þátttakenda fyrir Hverfið mitt.
Hugmyndir sem berast og hugmyndir í framkvæmd
Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar
Nýjustu kosningar árið 2023
Vatnspóstar í Vesturbæ og göngustígar í Grafarholti
Í síðustu kosningum árið 2023 var þátttaka minnst í Vesturbæ þar sem aðeins 8,6% kusu. Þyrstir og leikglaðir Vesturbæingar kusu sér meðal annars Vatnspóst við Ægisíðu og ný leiktæki í Vesturbæjarlaug. Mest var kosningaþátttakan í Grafarholti og Úlfarsárdal eða 17%. Þar þykir íbúum gott að njóta náttúrunnar, því nú er búið að reisa bekki við Reynisvatn og leggja göngustíg milli Úlfarsárdals og Hafravatns.
Kosningaþátttaka eftir hverfum árið 2023
Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar
Kosningaglaðir Kjalnesingar
Þegar litið er til kynjahlutfalla þátttakenda eftir hverfum árið 2023 má sjá að konur voru í meirihluta kjósenda í öllum hverfum. Kosningaþátttaka var mest meðal kvenna á Kjalarnesi.
Kjörsókn eftir hverfum og kyni árið 2023
Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar
Hvaða aldurshópur kýs helst?
Þátttaka í Hverfinu mínu er nú opin öllum borgarbúum sem verða 15 ára á því ári sem kosið er í verkefninu. Flest þeirra sem kusu árið 2023 voru á aldrinum 36 - 45 ára en fæst á aldrinum 15 - 18 ára.
Aldursdreifing kjósenda árið 2023
Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar
GaGa völlur og Jólaland slá í gegn
Myndin hér að neðan sýnir vinsælustu hugmyndina í hverju hverfi fyrir sig. Sú hugmynd sem hlaut mesta kosningu var GaGa völlur á Kjalarnesi og sú næstvinsælasta var Jólaland í Laugardal.
Vinsælustu hugmyndirnar eftir hverfum árið 2023
Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar
Flestar hugmyndir kosnar í Breiðholti
Alls voru 62 hugmyndir kosnar árið 2023. Flestar kosnar hugmyndir voru í Breiðholti eða 10. Fæstar voru kosnar á Kjalarnesi eða 2 hugmyndir.
Fjöldi kosinna hugmynda eftir hverfum 2023
Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar
Maskínukönnun 2023
Í samráði við Maskínu lagði Reykjavíkurborg könnun fyrir íbúa um reynslu þeirra af verkefninu Hverfið mitt. 40.7% þátttakenda í könnuninni höfðu tekið þátt og þeir meðal annars spurðir um álit sitt á verkefninu.
Flest hafa heyrt um Hverfið mitt
Mikill meirihluti þeirra sem tóku þátt í könnuninni höfðu heyrt um Hverfið mitt. Flest sögðust hafa heyrt stundum, oft eða mjög oft um verkefnið en mun færri höfðu sjaldan eða aldrei heyrt um það.
Hefur þú heyrt um Hverfið mitt?
Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar
42,8% íbúa ánægðir með Hverfið mitt
Þegar íbúar voru spurðir um reynslu sína af verkefninu kom í ljós að 42,8% voru fremur eða mjög ánægðir, 17,3% mjög eða fremur óánægðir og 40% þar á milli.
Hversu ánægð(ur/t) eða óánægð(ur/t) ertu með reynslu þína af Hverfið mitt?
Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar
Aðrir málaflokkar
- Miðborgin okkar Hvernig er skipulag Miðborgarinnar?
- Reykjavik.is Hver er vinsælasta undirsíða reykjavik.is?
- Rusl í Reykjavík Hversu dugleg erum við að flokka úrgang?
- Kynin í borginni Hvernig skiptast kynin í borginni?
- Grunnskólar Hversu mörg börn sækja grunnskóla í Reykjavík?
- Leikskólar Hver er þróun biðlista í leikskólana?
- Frístundaheimili Hver eru ásóknin í frístundaheimili borgarinnar?
- Fjárhagsaðstoð Hvað fá margir fjárhagsaðstoð í Reykjavík?
- Opin fjármál Hver er munurinn á Aðalsjóði og Eignasjóði?
- Sjálfbærnivísar Hvernig bætum við lífsgæði íbúa?
- Sundlaugar Hvenær er best að fara í sund?
- Borgarstjórnarkosningar Hvað kusu mörg í síðustu kosningum?
- Hverfin í borginni Hvað er fjölmennasta hverfið?