Komdu út að leika

Sama hvernig viðrar þá er alltaf gaman að fara út að leika. Víðsvegar um borgina má finna svæði sem ætluð eru til allskyns leikja og skemmtunar. Þau eru 251 talsins og opin öllum sem vilja njóta þeirra.

Hvað er langt út á róló?

Það er stutt labb út á næsta róló fyrir langflesta borgarbúa. Meðalvegalend á næsta opna leiksvæði í Reykjavík er 285 metrar að undanskildu Kjalarnesi, enda stærsta hverfi Reykjavíkur að flatarmáli.

Meðalvegalengdir til opinna leiksvæða

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Hér að neðan má sjá fjölda opinna leiksvæða eftir hverfum en þau eru flest í Breiðholti og fæst á Kjalarnesi.

Fjöldi opinna leiksvæða eftir hverfum

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Leik- og útisvæði fyrir öll

Frisbígolfvellir

Frisbígolfvöllum fer sífjölgandi enda stórskemmtileg íþrótt fyrir alla fjölskylduna. Vellirnir eru orðnir 9 talsins og staðsettir í öllum hverfum nema Árbæ, Miðborg Reykjavíkur og Vesturbæ.

Ærslabelgir

Ærslabelgir hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár enda stórgóð skemmtun fyrir alla aldurshópa. Þeir eru 16 talsins og má finna í öllum hverfum borgarinnar nema Hlíðum og Miðborg Reykjavíkur.

Alltaf í boltanum?

Í Reykjavík eru 254 boltavellir en flestir þeirra eru fótboltavellir og körfuboltavellir.
Þarftu að æfa púttin? Það eru 4 minigolfvellir í Reykjavík.

Tegund boltavalla

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Þó landið okkar sé ekki þekkt fyrir sólarstrandir er samt hægt að skella sér í strandblak á þartilgerðum strandblaksvöllum í Árbæ, Grafarvogi, Hlíðum og Miðborg Reykjavíkur.

Tegund boltavalla eftir hverfum

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar