Grunnskólar í Reykjavík
Reykjavíkurborg rekur 38 grunnskóla, þar af eru 2 sérskólar. Sérskólar þjónusta fötluð börn og börn sem þurfa aukinn stuðning vegna geðrænna, hegðunar- eða félagslegra erfiðleika. Þar að auki eru 6 sjálfstætt starfandi skólar í Reykjavík. Í október 2023 stunduðu alls 15.654 nemendur nám í grunnskólum í Reykjavík. Árleg tölfræði miðast við stöðuna í október ár hvert.
Nemendum fjölgar í sjálfstætt starfandi skólum
Heildar nemendafjöldi í skólum í Reykjavík hefur alla jafna verið um 13.000-15.000 ár hvert. Upplýsingar um fjölda nemenda í sérskólum bættust við tölfræðina árið 2008 þar sem nemendafjöldi hefur verið um 130-160 á ári. Árið bættust svo við upplýsingar um sjálfstætt starfandi grunnskóla og hefur nemendum í þeim skólum fjölgað úr 616 í 928 síðan þá.
Nemendafjöldi í grunnskólum í Reykjavík eftir árum
Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar
Austurmiðstöð stærsta miðstöðin
Miðstöðvar borgarinnar eru fjórar og sinnir hver miðstöð fjölbreyttri þjónustu í nærliggjandi borgarhlutum. Hver skóli tilheyrir einum borgarhluta og þar afleiðandi einni miðstöð. Austurmiðstöð (Árbær, Grafarholt, Norðlingaholt, Úlfarsárdalur, Grafarvogur og Kjalarnes) er sú miðstöð sem þjónustar flesta skóla, alls 15 talsins sem og flesta nemendur. Fæstir nemendur tilheyra Suðurmiðstöð (Breiðholt) þar sem skólarnir eru 5 talsins.
Nemendafjöldi í grunnskólum eftir miðstöðvum og árum
Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar
Flestir grunnskólanemendur í Breiðholti
Súluritið sýnir nemendafjölda eftir 10 borgarhlutum Reykjavíkur 1. október 2023. Flestir nemendur voru þá í grunnskóla í Breiðholti, eða 2.503 nemendur, en fæstir á Kjalarnesi, eða 120 nemendur.
Nemendafjöldi eftir borgarhluta
Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar
Flestir skólar í Grafarvogi
Hverfin í borginni eru misstór og þar af leiðandi með mismarga skóla. Flestir skólar eru í Grafarvogi eða 7 talsins. Fæstir skólar eru á Kjalarnesi en þar er einungis starfræktur 1 skóli.
Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar
Hvaða bekkir eru stærstir?
Hér sjást stærðir bekkja í Reykjavík 1. október 2023. Árið var 9. bekkur fjölmennastur með 1.733 börn. Stærð bekkja fylgir stærð árganga og breytist fjöldinn í takt við fæðingartíðni hvers árs, en einnig flutning fólks til og frá Reykjavíkur.
Nemendafjöldi í grunnskólum eftir bekkjum og tegund skóla
Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar
Flest eru kennarar
Árið 2023 var fjöldi stöðugilda í borgarreknum skólum 2.352 í heildina. Flest eru kennarar með leyfisbréf en við skólana starfar jafnframt fjölbreyttur hópur fólks aðra háskólamenntun. Hér er bæði átt við starfsfólk með uppeldismenntun, svo sem þroskaþjálfun eða náms- og starfsráðgjöf, eða með aðra háskólamenntun. Þar að auki starfar stór hópur við stuðning og umönnun, í störfum sem ekki krefjast háskólamenntunar. Stöplaritið sýnir fjölda stöðugilda eftir starfstegund í grunnskólum í Reykjavík. Flest stöðugildi voru kennarar og fæst skólastjórnendur.
Fjöldi stöðugilda eftir starfstegund og árum
Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar
Ítarefni
Þessi gagnasaga byggir á gögnum frá Skóla- og frístundasviði. Gagnasagan verður uppfærð með nýjum gögnum árlega, eða eftir því sem gögn berast.
Viltu vita meira um grunnskóla eða aðra starfsemi borgarinnar? Í Gagnagáttinni getur þú flett upp í opnum gagnasöfnum borgarinnar og hlaðið þeim niður.
Útgáfur gagnasögu
Útgáfa 1 05-03-2024 - Gagnasaga birt
Aðrir málaflokkar
- Rusl í Reykjavík Hversu dugleg erum við að flokka úrgang?
- Kynin í borginni Hvernig skiptast kynin í borginni?
- Leikskólar Hver er þróun biðlista í leikskólana?
- Frístundaheimili Hver eru ásóknin í frístundaheimili borgarinnar?
- Fjárhagsaðstoð Hvað fá margir fjárhagsaðstoð í Reykjavík?
- Opin fjármál Hver er munurinn á Aðalsjóði og Eignasjóði?
- Sjálfbærnivísar Hvernig bætum við lífsgæði íbúa?
- Sundlaugar Hvenær er best að fara í sund?
- Borgarstjórnarkosningar Hvað kusu mörg í síðustu kosningum?
- Hverfin í borginni Hvað er fjölmennasta hverfið?
- Reykjavik.is Hver er vinsælasta undirsíða reykjavik.is?