Miðborgin okkar

Miðborg Reykjavíkur er hjarta höfuðborgarinnar, þar sem öflugt íbúasamfélag, fjölbreytt atvinnustarfsemi og skemmtilegt menningar- og mannlíf mætast. Í Miðborginni er gott að búa, starfa og vera gestur.

Lifandi Miðborg

Miðborgarsvæðið er lifandi vettvangur fjölbreyttrar starfsemi. Það nær yfir stærstan hluta Miðborgarinnar og umlykjandi íbúðasvæði sem mynda mikilvægar tengi- og lífæðar inn í hjarta borgarinnar. Kortið af svæðinu sýnir afmörkun þess, auk 14 göngugatna sem þar eru. Athugið að í þessari sögu er ekki átt við hverfið Miðborg, heldur um mörk miðborgar samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur.


Íbúum fjölgar

Miðborgin okkar er staður þar sem fólk á öllum aldri lifir og starfar saman. Myndin hér að neðan sýnir aldursdreifingu íbúa í Miðborginni en undanfarin ár hefur mikil fjölgun íbúa átt sér stað. Árið 2016 voru íbúar 3.225 og eru nú 5.345 talsins sem gerir 66% fjölgun.

Aldursdreifing íbúa miðborgar

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Íbúðum fjölgar

Aldrei hafa fleiri nýjar íbúðir komið inn á húsnæðismarkað í Reykjavík eins og síðustu ár og borgin stefnir á að bæta í þann fjölda. Fjöldi íbúða í Miðborginni er 3.539 sem er 1,84% aukning frá síðasta ári.

Fjöldi íbúða í miðborginni undanfarin ár

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Samsetning húsnæðis

Í Miðborginni er fjölbreytt samsetning húsnæðis, svo sem íbúðarhúsnæði, sérhæft húsnæði og atvinnuhúsnæði sem styður við efnahag borgarinnar. Myndin sýnir mismunandi tegundir húsnæðis í Miðborginni eftir flatarmáli. Atvinnuhúsnæði er skilgreint sem verslunar-, skrifstofu- eða iðnaðarhúsnæði og annað húsnæði eru bílskúrar, útihús og önnur vörugeymsla. Mest er af íbúðarhúsnæði í Miðborg, eða 479.102 fermetrar.

Samsetning húsnæðis í miðborginni eftir flatarmáli

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Bílastæði 6.279 talsins

Í Miðborginni er pláss fyrir öll, hvort sem þú komir í heimsókn á bíl, í strætó, á hjóli, gangandi eða með öðrum ferðamáta. Það eru um 6.279 bílastæði fyrir almenning í Miðborginni, þar af eru 4.758 gjaldskyld og 1.521 ekki gjaldskyld. Almenningsstæði innanhúss í bílageymslum eða bílakjöllurum eru 3.334 talsins.

Bílastæði fyrir almenning eftir tegund

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Fjöldi bílastæða stöðugur

Fjöldi almenningsstæða hefur haldist nokkuð stöðugur undanfarin ár. Fæst voru þau 5.976 talsins árið 2017 og flest 6.601 árið 2020.

Fjöldi almenningsstæða undanfarin ár

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar

Ítarefni

Þessi gagnasaga byggir á gögnum úr Landupplýsingakerfi Reykjavíkur. Ef þú vilt vita meira um miðborgina bendum við á upplýsingasíðu Reykjavíkur um miðborgina okkar.