info icon
Tímabil gagna er frá 1. nóv 2022 til 31. okt 2023

Sundlaugar

Á Íslandi er farið í sund allt árið um kring og njóta laugar borgarinnar mikilla vinsælda bæði meðal íbúa og gesta. Laugarnar eru 8 talsins og hafa fengið um 1,7 milljón heimsóknir undanfarna 12 mánuði. Mest heimsótta laugin var Laugardalslaug með 428.003 heimsóknir á sama tímabili.

Hvað eru mörg í sundi núna?

Í Reykjavík er að finna sundlaugar í flestum hverfum og eru einungis tvö hverfi sundlaugalaus, Háaleiti-Bústaðir og Hlíðar. Þau hverfi njóta þó góðs af því að vera miðsvæðis svo að íbúar geta kíkt í laugina í öðrum hverfum borgarinnar án þess að þurfa að ferðast langa vegalengd. Hægt er að smella á punkta á kortinu til að sjá hversu margt fólk er í sundi núna!Hvað er langt í næstu laug?

Sundlaugar borgarinnar eru opnar öllum, en fyrir um 23% húsa í Reykjavík er næsta sundlaug staðsett í öðru hverfi. Hér eru talin með hús í Háaleiti-Bústöðum og Hlíðunum, en þegar þau hverfi eru ekki tekin með í reikninginn fellur hlutfallið niður í um 5%. Sundlaugarnar eru því nokkuð vel staðsettar innan hverfa.


Gakktu í sund

Meðalvegalengd húsa í Reykjavík frá sundlaug er um 1,3 km, sem gerir um 19 mínútna göngu. Innan hverfa borgarinnar er styst að labba í sund í Miðborginni, en þar er meðalvegalengdin á milli húsa og sundlauga um 676 metrar eða 10 mínútna ganga. Þess má geta að þrátt fyrir að Hlíðarnar séu sundlaugalaust hverfi er er það samt með þriðju stystu meðalvegalengdina í næstu sundlaug. Vert er að taka fram að Kjalarnes er langstærsta hverfi borgarinnar að flatarmáli.

Meðalvegalengd húsa frá næstu sundlaug eftir hverfum

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Hvenær fer fólk í sund?

Eftirvinnusund er greinilega vinsælt í borginni því að á virkum dögum er algengasti tíminn sem fólk nýtir til sunds klukkan milli 17 og 18. Síðasta árið mætti 169.452 gestur milli kl. 17 og 18 í laugar borgarinnar.


Vinsælasta árstíðin

Það kemur eflaust fáum á óvart að sumar er vinsælasta árstíðin meðal sundlaugagesta. Aðsóknin yfir sumarið er 31% af heildaraðsókn ársins og 62% meiri en yfir veturinn.

Fjöldi heimsókna í sundlaugar borgarinnar eftir árstíð síðustu 12 mánuði

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Vinsælasti mánuðurinn

Vinsælasti mánuður ársins fyrir sundferðir er júlí, enda eru þá margar fjölskyldur í fríi og fjöldi erlendra gesta sem heimsækir landið. Aðsókn í sund í júlí var til dæmis heilum 120% meiri en aðsóknin í sund í desember, sem er óvinsælasti mánuðurinn.

Fjöldi heimsókna í sundlaugar borgarinnar eftir mánuðum síðustu 12 mánuði

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Vinsælustu dagarnir

Sundlaugar borgarinnar eru mest sóttar um helgar. Á sunnudögum eru til dæmis 30% fleiri sundgestir en á föstudögum, sem er óvinsælasti sunddagurinn.

Fjölda heimsókna í sundlaugar borgarinnar eftir vikudögum síðustu 12 mánuði

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Vörusala

Það er vinsælt að fá sér einhverja hressingu eftir góða sundferð. Gestir Laugardalslaugar virðast til dæmis vera ansi svangir eftir sund, en tekjur af vörusölu í lauginni voru 66.664.822 krónur sem er 67% af heildartekjum sundlauga borgarinnar vegna vörusölu. Miðað við að 436.337 gestir mættu í laugina á tímabilinu er hver gestur að meðaltali að eyða 153 krónum í verslun laugarinnar.

Tekjuhæstu sundlaugar borgarinnar miðað við vörusölu eru:

Tekjur af vörusölu sundlauga Reykjavíkurborgar í milljónum króna

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Þjónustutekjur

Í Laugardalslaug haldast tekjur vegna vörusölu í hendur við þjónustutekjur, sem gerir hana að tekjuhæstu sundlaug borgarinnar. Alls námu þjónustu- og vörusölu tekjur laugarinnar 238.691.392 krónum.

Tekjuhæstu sundlaugar borgarinnar þegar kemur að þjónustutekjum án vörusölu:

Þjónustutekjur sundlauga Reykjavíkurborgar í milljónum króna

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Að reka sundlaug í hagnaðarskyni?

Alls námu tekjur af sundlaugum Reykjavíkurborgar 1.123.657.434 krónum. Gjöld af rekstri lauganna voru þó hærri og námu 3.611.592.594 krónum. Á tímabilinu komu 1.746.478 gestir í laugar borgarinnar svo ef sundlaugar borgarinnar væru algjörlega reknar í hagnaðarskyni þyrfti gjald í laugarnar að meðaltali að vera 2.145 krónur óháð aldri.


Smáa letrið

Athugið að tölur um gestafjölda innihelda ekki gögn úr hliðum World Class. Þá er sá mikli fjöldi barna sem heimsækja laugarnar vegna skólasunds undanskilin í tölum um gestafjölda lauganna.


Ítarefni

Viltu vita meira um sundlaugar eða aðra starfsemi borgarinnar? Í Gagnagáttinni getur þú flett upp í opnum gagnasöfnum borgarinnar og hlaðið þeim niður.