Vetrarþjónusta
Vetrarþjónusta Reykjavíkur tryggir greiðar leiðir í snjó og hálku. Snjóvaktin vakir yfir borginni, metur aðstæður og bregst við þegar þörf krefur – jafnvel um miðjar nætur. Snjómokstur og hálkueyðing hefst oftast klukkan fjögur að morgni til þess að halda umferð gangandi.
Göngu- og hjólaleiðir
Göngu- og hjólastígar borgarinnar eru flokkaðir eftir þjónustustigi eins og sjá má á kortinu hér að neðan.
Þjónustuflokkur 1A (dökkblár) – stofnstígar fyrir hjólreiðar. Reynt er að tryggja greiðfærni kl. 7:30–17:00.
Þjónustuflokkur 1 (bleikur) – gönguleiðir að skólum og öðrum stofnunum. Reynt er að tryggja greiðfærni kl. 8:00–17:00.
Þjónustuflokkur 2 (grænn) – aðrir fjölfarnir stígar. Reynt er að tryggja greiðfærni kl. 12:00–17:00.
Þjónustuflokkur 3 (gulur) – minna notaðir stígar, aðeins hreinsaðir ef snjóhreinsun í öðrum þjónustuflokkum er lokið.
Þjónustuflokkur 4 (blár) – ekki reglubundin þjónusta heldur hreinsað eftir ábendingum íbúa. Ýmist er brugðist við hverju tilfelli fyrir sig eða stígur hækkaður um þjónustuflokk.
Þjónustuflokkur 5 (rauður) – hitaðir stígar sem haldið er greiðfærum allan sólarhringinn með hitakerfum.
Ruðningslengdir göngu- og hjólastíga
Ruðningslengdir göngu- og hjólastíga eftir þjónustuflokki
Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar
Ruðningslengdir göngu- og hjólastíga eftir tegund
Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar
Götur
Gatnakerfi borgarinnar er einnig flokkað eftir þjónustuflokkum sem sjá má á kortinu hér að neðan.
Þjónustuflokkur 1 (blár) – helstu stofnbrautir, tengigötur vegna neyðarþjónustu, fjölfarnar safngötur og strætisvagnaleiðir. Í þessum flokki eru einnig þjóðvegir í þéttbýli sem Vegagerðin sér um að ryðja. Reynt er að tryggja greiðfærni kl. 4:00–22:00.
Þjónustuflokkur 2 (bleikur) – aðrar safngötur og götur að grunn- og leikskólum. Reynt er að tryggja greiðfærni kl. 4:00–22:00 og að hálkueyðingu sé lokið fyrir kl. 7:30 þegar það á við.
Þjónustuflokkur 3 (grænn) – húsagötur og fáfarnar götur sem eru aðeins hreinsaðar ef þær eru þungfærar, mikil hálka eða snjór yfir 10 cm. Reynt er að halda götunum akfærum frá kl. 7:00–19:00.
Þjónustuflokkur 4 (rauður) – götur sem hitaðar eru með affallsvatni og innspýtingu. Reynt er að halda þeim akfærum allan sólarhringinn með hitakerfum.
Auk umferðargatna sér vetrarþjónustan um að ryðja biðstöðvar strætó og bifreiðastæði fyrir stofnanir borgarinnar, svo sem leikskóla, grunnskóla og íbúðakjarna. Í heildina eru 258 svæði rudd sem eru samtals um 245.402 fermetrar!
Ruðningslengdir gatna
Ruðningslengdir gatna eftir þjónustuflokki
Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar
Saltkistur
Um götur borgarinnar fara stórvirk snjóruðningstæki sem komast hratt yfir og nota salt til hálkueyðingar. Á stíga og gangstéttir fara sérútbúnar dráttarvélar sem nota salt, saltpækil eða þveginn sand.
Hægt er að sækja salt og sand á opnunartíma Þjónustumiðstöðvar borgarlandsins við Stórhöfða en einnig eru 86 kistur með salti aðgengilegar fyrir íbúa um alla borg. Hér að neðan má sjá kort með staðsetningum saltkistna borgarinnar.
Kostnaður vetrarþjónustu
Áætlaður kostnaður og raunkostnaður við vetrarþjónustu eftir árum
Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar
Ítarefni
Þessi gagnasaga byggir á gögnum úr Landupplýsingakerfi Reykjavíkur. Ef þú vilt vita meira um vetrarþjónustu bendum við á upplýsingasíðu Reykjavíkur um snjóhreinsun og hálkuvarnir.
Aðrir málaflokkar
- Miðborgin okkar Hvernig er skipulag Miðborgarinnar?
- Hverfið mitt Hvernig er íbúalýðræði framkvæmt í Reykjavík?
- Reykjavik.is Hver er vinsælasta undirsíða reykjavik.is?
- Rusl í Reykjavík Hversu dugleg erum við að flokka úrgang?
- Kynin í borginni Hvernig skiptast kynin í borginni?
- Grunnskólar Hversu mörg börn sækja grunnskóla í Reykjavík?
- Leikskólar Hver er þróun biðlista í leikskólana?
- Frístundaheimili Hver eru ásóknin í frístundaheimili borgarinnar?
- Fjárhagsaðstoð Hvað fá margir fjárhagsaðstoð í Reykjavík?
- Opin fjármál Hver er munurinn á Aðalsjóði og Eignasjóði?
- Sjálfbærnivísar Hvernig bætum við lífsgæði íbúa?
- Sundlaugar Hvenær er best að fara í sund?
- Borgarstjórnarkosningar Hvað kusu mörg í síðustu kosningum?
- Hverfin í borginni Hvað er fjölmennasta hverfið?