Frístundaheimili

Í Reykjavík eru 37 frístundaheimili. Þar fer fram öflugt starf fyrir börn í 1.–4. bekk að loknum skóladegi, á starfsdögum og í jóla- og páskafríum. Þá bjóða frístundaheimilin upp á námskeið yfir sumartímann. Leitast er við að bjóða upp á spennandi viðfangsefni sem veita börnum útrás fyrir leik- og sköpunarþörf. Leiðarljós frístundaheimilanna er að hver einstaklingur fái að njóta sín í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu. Árleg tölfræði miðast við stöðuna í október hvert ár nema annað sé tekið fram.

Aukning á skráningum á frístundaheimilin 

Fjöldi barna á frístundaheimili fylgir alla jafna fjölda nemenda í skólum. Haustið 2023 voru 3.791 börn skráð á frístundaheimili af þeim 5.214 börnum sem stunduðu nám í 1.–4. bekk í Reykjavík. Það gera um 72,7%. Greina mátti aukningu milli 2016 til 2021 þar sem hlutfall skráningar jókst úr 66,5% í 79,8%.

Hlutfall grunnskólabarna sem eru skráð á frístundaheimili eftir árum

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar

Fæst á frístundaheimilum í fjórða bekk 

Flest börn sem skráð eru á frístundaheimili eru í 1. eða 2. bekk og fæst í 4. bekk. Þess ber að geta að börn eru tekin inn eftir aldri eftir því sem tekst að ráða mannskap. Þannig er börnum í fyrsta bekk fyrst boðin vistun, svo börnum í öðrum bekk og svo koll af kolli eftir því sem gengur að ráða inn starfsfólk að hausti.  

Þróun fjölda skráðra barna eftir bekkjum og árum

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar

Hlutfall skráðra barna eftir bekkjum

Hlutfallslega er 1. bekkur er með flest börn skráð og 4. bekkur með fæst. Þegar fjöldinn er skoðaður sem hlutfall af fjölda í hverjum bekk grunnskóla má sjá að 95,0% barna í 1. bekk eru skráð á frístundarheimili. Eftirfarandi mynd sýnir hvernig hlutfallið lækkar þegar börnin eru komin í eldri bekki, sérstaklega í 4. bekk.

Hlutfall grunnskólabarna skráð á frístundaheimili eftir bekkjum

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar

Hefur hlutfallsleg skráning alltaf verið svona há?

Mikil aukning hefur verið í skráningu barna á frístundaheimili frá árinu 2015 og náði hlutfall skráðra barna í 1. bekk til dæmis 99,5% árið 2021.

Hlutfall grunnskólabarna skráð á frístundaheimili eftir bekkjum og árum

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar

Flest börn á frístundaheimili í Grafarvogi

Haustið 2023 voru 3.791 börn skráð á frístundaheimili í Reykjavík, flest þeirra voru á frístundaheimili í í Grafarvogi, eða 570. Fæst börn voru á frístundaheimili á Kjalarnesi en þau voru 36.

Fjöldi barna skráð á frístundaheimili eftir borgarhlutum

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar

Er munur á eftirspurn á frístundaheimilin milli borgarhluta?

Það er misjafnt á hversu mörg börn eru á frístundaheimili eftir borgarhlutum Reykjavíkur. Á Kjalarnesi er 85,7% skráning og þar eru hlutfallslega flest börn skráð eða 36 börn af 42. Breiðholt er með fæst börn skráð miðað við fjölda í grunnskólum eða 60,9%. 

Hlutfall grunnskólabarna skráð á frístundaheimili eftir borgarhlutum

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar

Er skiptingin á milli bekkja eins í öllum miðstöðvum? 

Stærstu bekkirnir eru ýmist 1. eða 2. bekkur sama hvaða miðstöð eru skoðuð. 4. bekkur er alltaf minnstur.

Fjöldi barna skráð á frístundaheimili eftir miðstöðvum og bekkjum  

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar

Stöðugildi

Fjöldi stöðugilda á frístundaheimilum árið 2023 var 252. Algengt er að starfsfólk frístundaheimila sé í lágu starfshlutfalli, til dæmis fólk sem vinnur með námi eða starfsfólk skóla sem einnig vinna á frístundaheimilinu. Á eftirfarandi mynd má sjá hvernig menntunarstig starfsfólks skiptist niður eftir árum.

Fjöldi stöðugilda eftir starfstegund

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar

Ítarefni

Viltu vita meira um frístundaheimili eða aðra starfsemi borgarinnar? Í Gagnagáttinni getur þú flett upp í opnum gagnasöfnum borgarinnar og hlaðið þeim niður.