Sjálfbærnivísar

Sjálfbærnivísar borgarinnar eru samantekt á nokkrum helstu mælikvörðum Græna plansins, heildarstefnu borgarinnar sem dregur upp framtíðarsýn til ársins 2030. Til að mæla árangur Græna plansins voru innleiddir þrír staðlar sem mæla stöðu borga með tilliti til sjálfbærni. Staðlarnir eru Lífskjara- og þjónustustaðallinn ISO 37120, Snjallborgarstaðallinn ISO 37122 og Seiglustaðallinn ISO 37123.


Borgarskipulag

Samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkurborgar er lögð áhersla á að fjölga íbúum á svæðum þar sem er mikið framboð starfa og fjölga störfum þar sem lítið framboð er. Stefna Reykjavíkur í þéttingu byggðar stuðlar meðal annars að því að skapa lífvænlegri og fjölbreyttari hverfi, endurnýta röskuð svæði og bæta umhverfið. Einnig að skapa heildstæðari götumyndir, meira skjól og betri almenningsrými. Þá er stefnt að því að auka framboð íbúðarhúsnæðis nálægt verslun og þjónustu og atvinnukjörnum, nýta betur fjárfestingar í götum, veitum og þjónustustofnunum, minnka samgöngukostnað, draga úr mengun, stytta vegalengdir og styðja við vistvænar samgöngur.


Íbúar Reykjavíkur

Flestir af sjálfbærnivísum Reykjavíkurborgar byggja á annaðhvort stærð eða fólksfjölda borgarinnar til þess að tryggja samanburðarhæfni mælinganna. Heildarflatarmál borgarinnar er 245,8 km². Fjöldi íbúa ár hvert er reiknaður sem meðaltal af íbúafjölda ársfjórðunga.

Fjöldi íbúa í Reykjavík eftir árum

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Hversu þétt búum við?

Þétting byggðar stuðlar meðal annars að því að skapa lífvænlegri og fjölbreyttari hverfi. Hér má sjá hversu margir búa á hverjum ferkílómeter í Reykjavík.

Fjöldi íbúa á ferkílómetra

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Græn svæði

Meðal markmiða Græna plansins í umhverfis- og loftslagsmálum er að stutt sé í fjölbreytta hreyfingu og útivist samhliða uppbyggingu á grænum svæðum. Hér er yfirlit yfir tiltekin svæði innan borgarmarka sem eru gróðursvæði eða náttúrulega þakin gróðri.

Heildarfjöldi ferkílómetra af grænu svæði eftir árum

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Græn svæði á íbúa

Fjöldi fermetra af grænu svæði fyrir hvern íbúa

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Byggingarþéttleiki í Reykjavík

Það er áhugavert að skoða hversu stórt hlutfall af landsvæði borgarinnar er nýttur undir byggingar. Athugið að hér eru græn svæði tekin út úr heildarlandsvæði borgarinnar. Þannig sýnir myndin aðeins hlutfall byggingarþéttleika á þeim svæðum sem eru ekki skilgreind sem græn svæði.

Hlutfall landsvæðis Reykjavíkur með byggingar, að undanskildum grænum svæðum

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Nálægð við matvöruverslun

Nálægð við fjölbreytta þjónustu eykur lífsgæði, dregur úr akstursþörf og bætir aðgengi fyrir öll að fjölbreyttu borgarlífi. Það er talsverð áskorun að tryggja að þjónusta, aðgangur að útivistarsvæðum og almenningssamgöngum séu í göngufæri við heimili og vinnustað íbúa. Nálægð við matvöruverslun er mæld þannig að tekið er hlutfall þeirra íbúa sem búa innan við 1 km frá matvöruverslun.

Hlutfall íbúa sem búa innan við kílómetra frá matvöruverslun

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Umhverfi og loftgæði

Markmið Reykjavíkurborgar er að verða kolefnishlutlaus fyrir árið 2040 og að aðlögun að loftlagsbreytingum verði með vistvænum og mannvænum hætti. Meðal markmiða Græna plansins er að auka áherslu á vistvæn mannvirki og að orkunotkun sé minnkuð, meðal annars með minni ferðaþörf og aukinni orkuskilvirkni. Dæmi um aukna orkuskilvirkni er LED-væðing götulýsingar.


Losun gróðurhúsalofttegunda

Í loftslagsbókhaldi er tekið tillit til losunar koltvíoxíðs (CO₂), metans (CH₄) og glaðlofts (N₂O) og það umreiknað í ígildi CO₂. Þessi mælikvarði gefur til kynna hver þróun losunar gróðurhúsalofttegunda er í borginni.

Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda í tonnum reiknað sem ígildi CO₂

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Losun gróðurhúsalofttegunda á hvern íbúa

Losun gróðurhúsalofttegunda sem ígildi CO₂, reiknað í tonnum á hvern íbúa Reykjavíkur

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Orkunotkun í Reykjavík

Heildarorkunotkun borgarinnar nær yfir orkunotkun íbúa, fyrirtækja og iðnaðar, og frá samgöngum, í lofti, sjó og á landi. Mælikvarðinn tekur tillit til raforku, jarðhita og eldsneytis. Gögnin eru sett fram niður á íbúafjölda, en því sést þróun í orkunotkun þegar búið er að taka tillit til breytinga á íbúafjölda. Þannig getur orkunotkun aukist eða dregist saman í takt við breytingar á ferðamannastraum svo dæmi sé tekið.

Gígajoule af orku fyrir hvern íbúa eftir árum

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Notkun á endurnýjanlegri og óendurnýjanlegri orku

Myndin sýnir hversu mörg gígajoule af endurnýjanlegri og óendurnýjanlegri orku Reykjavík notar fyrir hvern íbúa. Endurnýjanleg orka er sú sem kemur frá orkugjöfum eins og raforku, jarðhita eða lífeldsneyti (e. bio fuel). Óendurnýjanleg orka er sú orka sem kemur frá jarðeldsneyti, eins og bensíni og dísel.

Gígajoule af endurnýjanlegri og óendurnýjanlegri orku fyrir hvern íbúa Reykjavíkur eftir árum

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Úrgangur í Reykjavík

Í takt við auknar áherslur á hringrásarhagkerfið er stefnt að samdrætti í myndun úrgangs í borginni, að hætta urðun og stuðla að því að svokallaðir úrgangsstraumar verði að auðlindum. Í tengslum við breytingar á lögum um úrgangsmál hafa sveitarfélög nú hafið endurskipulagningu á flokkunarkerfum og er Reykjavíkurborg þar ekki undanskilin. Aukin endurnýting og flokkun skilar sér í minna magni heildarúrgangs og minna magni sem fer í urðun.

Úrgangur á ári sem kílógramm á íbúa

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Hvað verður um úrganginn

Myndritið sýnir hvernig unnið er úr þeim úrgangi sem fellur til í Reykjavík ár hvert, sett fram sem kílógrömmum af úrgangi fyrir hvern íbúa borgarinnar. Úrgangurinn er urðaður, endurunninn, breytt í moltu eða lífrænt gas eða unnið úr honum með öðrum hætti.

Fjöldi kílógramma úrgangs á íbúa eftir því hvernig unnið er úr honum

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Úrvinnsla úrgangs sem hlutfall af heild

Hlutfall endurunnins úrgangs af heildarmagni úrgangs getur hækkað þó svo að endurunnin úrgangur lækki í kílógrömmum. Hér sést hlutfall hverrar úrvinnsluaðferðar ár hvert.

Hlutfall úrgangs sem unnið er úr með tilteknum hætti

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Samgöngumátar

Myndin sýnir fjóra sjálfbærnivísa sem tengjast samgöngum. Almenningssamgöngur er vísir sem sýnir hversu stórt hlutfall íbúa búa innan við 500 metrum frá Strætóstoppi þar sem ferðir eru á minnst 20 mínútna fresti á háannatíma. Vistvænni ferðamáti sýnir hversu hátt hlutfall ferða til vinnu í Reykjavík eru með öðrum ferðamáta en á einkabíl. Því fleiri sem hjóla, ganga eða nýta sér almenningssamgöngur til að komast í vinnuna því hærra er hlutfallið. Vistvænar bifreiðar sýnir hlutfall ökutækja í borginni sem eru viðurkennd sem ökutæki með litla losun (e. low emisson). Bifreiðar með litla losun vísa til ökutækja sem gefa frá sér lítið magn af gróðurhúsalofttegundum og geta verið rafknúin ökutæki, tvinnbílar eða gengið fyrir vetniseldsneyti. Að lokum sjáum við hlutfall rafknúinna strætisvagna af heildarfjölda strætisvagna borgarinnar.

Samgöngur í Reykjavík

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Ferðir með almenningssamgöngum

Myndin sýnir hversu margar ferðir með almenningssamgöngum voru farnar ár hvert fyrir hvern íbúa borgarinnar.

Heildarfjölda ferða með almenningssamgöngum fyrir hvern íbúa Reykjavíkur eftir árum

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Hjólastígar

Sífellt fleiri kjósa að hjóla til vinnu og skóla, eða sér til skemmtunar. Hér sést heildarfjöldi kílómetra af hjólastígum í Reykjavík og hvernig þeim hefur fjölgað á milli ára.

Fjöldi kílómetra af hjólastígum í Reykjavík eftir ári

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar

Ítarefni

Viltu vita meira um sjálfbærnivísa eða aðra starfsemi borgarinnar? Í Gagnagáttinni getur þú flett upp í opnum gagnasöfnum borgarinnar og hlaðið þeim niður.

Útgáfur gagnasögu

Útgáfa 1.0 2023-06-20 - Gagnasaga birt
Væntanlegt - Uppfærð ISO vottuð gögn birt á fyrsta ársfjórðungi 2024