Leikskólar og dagforeldrar
Í Reykjavík eru 84 leikskólar. Þar af eru 68 leikskólar borgarreknir og 16 sjálfstætt starfandi. Til viðbótar eru 5 ára börn í leikskóladeildum tveggja sjálfstætt starfandi grunnskóla. Árleg tölfræði miðast við stöðuna í október hvert ár nema annað sé tekið fram.
Leikskólar
1. október 2023 voru 6.851 börn skráð í leikskóla í Reykjavík. Þar af voru flest börn í borgarreknum leikskólum, eða 5.679 börn. Börn í sjálfstætt starfandi leikskólum voru 1.172 talsins eða 17,1% af heildarfjölda barna í leikskólum árið 2023.
Leikskólabörnum fjölgað undanfarin ár
Fjöldi barna í leikskólum eftir árum og tegund leikskóla
Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar
Flest börn eru í leikskólum sem tilheyra Austurmiðstöð
Fjöldi barna í borgarreknum leikskólum eftir árum og miðstöðvum
Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar
Hvað eru leikskólabörn í Reykjavík gömul?
Fjöldi barna í leikskólum eftir árum og aldri
Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar
Hvað eru mörg börn á biðlista?
Aldursdreifing barna á biðlista í borgarreknum leikskólum
Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar
Hversu mörg vinna í leikskólum borgarinnar?
Fjöldi stöðugilda eftir árum og tegund starfs
Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar
Dagforeldrar
Dagforeldrar í Reykjavík vinna mikilvægt umönnunar- og uppeldisstarf og gæta barna allt frá sex mánaða aldri. Dagforeldrar eru sjálfstætt starfandi en fá styrki og niðurgreiðslur frá borginni.
Aðgerðir til styrktar dagforeldrum
Til að hvetja til nýliðunar í hópi dagforeldra í Reykjavík hafa aðstæður dagforeldra verið bættar undanfarin misseri. Sem dæmi mætti nefna:
- Hækkun stofnstyrkja til dagforeldra
- Árlegur aðstöðustyrkur
- Aukin endurmenntun
- Aukið aðgengi að leiguhúsnæði fyrir starfsemi dagforeldra
- Aukin niðurgreiðsla til barna sem náð hafa 18 mánaða aldri
Færri dagforeldrar en áður
Fjöldi barna hjá dagforeldri og fjöldi dagforeldra eftir árum
Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar
Þróun á fjölda barna í vistun dagforeldra
Fjöldi barna hjá dagforeldrum eftir árum og aldri barns
Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar
Skóla- og frístundastarf í tölum
Viltu vita meira um skóla og frístund? Skoðaðu mælaborð Skóla- og frístundasviðs.
Leikskólareiknir
Viltu vita meira um leikskóla og biðlista? Reykjavíkurborg býður upp á leikskólareikni þar sem hægt er að fá áætlaða stöðu á biðlista eftir leikskólaplássi.
Um gögnin
Þessi gagnasaga byggir á gögnum frá Skóla- og frístundasviði. Gagnasagan verður uppfærð með nýjum gögnum að minnsta kosti árlega, eða eftir því sem gögn berast.
Viltu vita meira um leikskóla eða aðra starfsemi borgarinnar? Í Gagnagáttinni getur þú flett upp í opnum gagnasöfnum borgarinnar og hlaðið þeim niður.
Aðrir málaflokkar
- Rusl í Reykjavík Hversu dugleg erum við að flokka úrgang?
- Kynin í borginni Hvernig skiptast kynin í borginni?
- Grunnskólar Hversu mörg börn sækja grunnskóla í Reykjavík?
- Frístundaheimili Hver eru ásóknin í frístundaheimili borgarinnar?
- Fjárhagsaðstoð Hvað fá margir fjárhagsaðstoð í Reykjavík?
- Opin fjármál Hver er munurinn á Aðalsjóði og Eignasjóði?
- Sjálfbærnivísar Hvernig bætum við lífsgæði íbúa?
- Sundlaugar Hvenær er best að fara í sund?
- Borgarstjórnarkosningar Hvað kusu mörg í síðustu kosningum?
- Hverfin í borginni Hvað er fjölmennasta hverfið?
- Reykjavik.is Hver er vinsælasta undirsíða reykjavik.is?