Regnbogavottun

Allir starfsstaðir borgarinnar geta fengið Regnbogavottun. Markmiðið með Regnbogavottun er að gera starfsemi Reykjavíkur hinseginvænni, bæði fyrir starfsfólk og þjónustuþega og þannig koma í veg fyrir beina og óbeina mismunun í garð hinsegin fólks.
Starfsstaðir hafa samband og óska eftir að hefja Regnbogavottunarferlið en allt starfsfólk þarf að taka þátt. Fræðsla um málefni hinsegin fólks er meginuppistaðan í vottuninni en að fræðslu lokinni vinnur starfsstaðurinn aðgerðaáætlun í hinsegin málum með tímasettum skrefum sem þau ætla að stíga til að gera sína starfsemi og þjónustu hinseginvænni.
Hér má lesa meira um Regnbogavottun Reykjavíkur.
Starfsstaðir með Regnbogavottun
Alls hafa 133 starfsstaðir Reykjavíkurborgar hlotið Regnbogavottun.
Á grafinu má sjá fjölda starfsstaða með Regnbogavottun eftir tegund starfsemi.
Fjöldi starfsstaða með Regnbogavottun eftir tegund starfsemi
Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar
Fjölbreytt og falleg borg
Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð samþykkti tillögu um Regnbogavottunina í nóvember 2019 og fyrstu vottanirnar voru veittar árið 2020. Síðan þá hefur fjöldi vottana verið veittur á hverju ári. Grafið sýnir fjölda veittra vottana eftir árum.
Fjöldi veittra vottana eftir árum
Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar
Hinseginfræðsla
Fræðsla er þungamiðja Regnbogavottunarinnar. Í fræðslunni er farið yfir ýmis málefni sem snúa að hinseginleika en einnig er skoðað með hvaða hætti hver og einn vinnustaður getur orðið hinsveginvænni.
Fræðslan er útbúin til að henta hverjum starfsstað og er um 4,5 klukkustundir. Á sumum starfsstöðum er fræðslunni skipt niður en á öðrum hentar að taka alla fræðsluna í einu, til að mynda á starfsdegi.
Frá upphafi Regnbogavottunar Reykjavíkur hafa 153 fræðslur verið haldnar. Á grafinu má sjá fjölda fræðsla eftir árum.
Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar
Samtals hafa 4656 einstaklingar setið hinseginfræðslu á vegum Regnbogavottunar Reykjavíkur. Á grafinu má sjá hve mörg sátu fræðslu eftir árum síðan Regnbogavottun hófst hjá Reykjavík.
Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar
Hver eru næst í röðinni?
Auk þeirra 133 starfsstaða sem hlotið hafa Regnbogavottun eru 58 starfsstaðir á biðlista eftir vottun.
Á myndinni má sjá fjölda starfsstaða á biðlista eftir tegund starfsemi.
Fjöldi starfsstaða á biðlista eftir tegund starfsemi
Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar
Aðrir málaflokkar
- Leiksvæði Hvar getum við leikið okkur í borginni?
- Skólaþjónusta Hvernig nýtist skólaþjónustan?
- Virkir vegfarendur Hvað eru mörg á vappi í borginni?
- Vetrarþjónusta Hvenær eru götur borgarinnar ruddar?
- Miðborgin okkar Hvernig er skipulag Miðborgarinnar?
- Hverfið mitt Hvernig er íbúalýðræði framkvæmt í Reykjavík?
- Reykjavik.is Hver er vinsælasta undirsíða reykjavik.is?
- Rusl í Reykjavík Hversu dugleg erum við að flokka úrgang?
- Kynin í borginni Hvernig skiptast kynin í borginni?
- Grunnskólar Hversu mörg börn sækja grunnskóla í Reykjavík?
- Leikskólar Hver er þróun biðlista í leikskólana?
- Frístundaheimili Hver eru ásóknin í frístundaheimili borgarinnar?
- Fjárhagsaðstoð Hvað fá mörg fjárhagsaðstoð í Reykjavík?
- Opin fjármál Hver er munurinn á Aðalsjóði og Eignasjóði?
- Sjálfbærnivísar Hvernig bætum við lífsgæði íbúa?
- Sundlaugar Hvenær er best að fara í sund?
- Borgarstjórnarkosningar Hvað kusu mörg í síðustu kosningum?
- Hverfin í borginni Hvað er fjölmennasta hverfið?
- Tónlistarnám Hversu mörg stunda tónlistarnám í borginni?