Regnbogavottun

Allir starfsstaðir borgarinnar geta fengið Regnbogavottun. Markmiðið með Regnbogavottun er að gera starfsemi Reykjavíkur hinseginvænni, bæði fyrir starfsfólk og þjónustuþega og þannig koma í veg fyrir beina og óbeina mismunun í garð hinsegin fólks.

Starfsstaðir hafa samband og óska eftir að hefja Regnbogavottunarferlið en allt starfsfólk þarf að taka þátt. Fræðsla um mál­efni hinseg­in fólks er meg­in­uppistaðan í vott­un­inni en að fræðslu lokinni vinn­ur starfsstaður­inn aðgerðaáætl­un í hinseg­in málum með tíma­sett­um skref­um sem þau ætla að stíga til að gera sína starf­semi og þjón­ustu hinseg­in­vænni.

Hér má lesa meira um Regnbogavottun Reykjavíkur.

Starfsstaðir með Regnbogavottun

Alls hafa 133 starfsstaðir Reykjavíkurborgar hlotið Regnbogavottun.

Á grafinu má sjá fjölda starfsstaða með Regnbogavottun eftir tegund starfsemi.

Fjöldi starfsstaða með Regnbogavottun eftir tegund starfsemi

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Fjölbreytt og falleg borg

Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð samþykkti tillögu um Regnbogavottunina í nóvember 2019 og fyrstu vottanirnar voru veittar árið 2020. Síðan þá hefur fjöldi vottana verið veittur á hverju ári. Grafið sýnir fjölda veittra vottana eftir árum.

Fjöldi veittra vottana eftir árum

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Hinseginfræðsla

Fræðsla er þungamiðja Regnbogavottunarinnar. Í fræðslunni er farið yfir ýmis málefni sem snúa að hinseginleika en einnig er skoðað með hvaða hætti hver og einn vinnustaður getur orðið hinsveginvænni.

Fræðslan er útbúin til að henta hverjum starfsstað og er um 4,5 klukkustundir. Á sumum starfsstöðum er fræðslunni skipt niður en á öðrum hentar að taka alla fræðsluna í einu, til að mynda á starfsdegi.

Frá upphafi Regnbogavottunar Reykjavíkur hafa 153 fræðslur verið haldnar. Á grafinu má sjá fjölda fræðsla eftir árum.

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar


Samtals hafa 4656 einstaklingar setið hinseginfræðslu á vegum Regnbogavottunar Reykjavíkur. Á grafinu má sjá hve mörg sátu fræðslu eftir árum síðan Regnbogavottun hófst hjá Reykjavík.

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar

Hver eru næst í röðinni?

Auk þeirra 133 starfsstaða sem hlotið hafa Regnbogavottun eru 58 starfsstaðir á biðlista eftir vottun.

Á myndinni má sjá fjölda starfsstaða á biðlista eftir tegund starfsemi.

Fjöldi starfsstaða á biðlista eftir tegund starfsemi

Sveimaðu yfir grafið til að sjá nánari upplýsingar